Fyrir fyrirtæki
Hámarkaðu virði hverrar krónu sem fer í hlaðvarpsauglýsingar
Hingað til hefur verið erfitt að skilja og sannreyna hlustunartölur hlaðvarpa. Með því að nýta sér Spartakus er verið að tryggja betri yfirsýn og vottun þriðja aðila á gögnunum.
Sjáðu skýrsluna
Þessi skýrsla er send í byrjun hvers mánaðar og sýnir frammistöðu hvers hlaðvarps sem þú auglýsir í.
300%
Við höfum séð allt að 300% lengri auglýsingar fyrir fyrirtæki eftir að þau byrjuðu að nota Spartakus
Þjónustan
Mánaðarleg eftirfylgni
Til viðbótar við skýrslurnar þá sendir Spartakus á viðkomandi hlaðvörp hvernig þau stóðu sig í líðandi mánuði, samanborið við þann fyrri.
Ráðgjöf
Fáðu sem mest fyrir aurinn
Spartakus hefur unnið með öllum stærðum og gerðum hlaðvarpa á Íslandi. Sérstakur skilningur og aðferðarfræði við greiningu gagna gerir Spartakus að bestu leið til þess að hámarka árangur samstarfa með hlaðvörpum.
Hægt er að óska eftir því að Spartakus sjái einnig um samskipti, eftirfylgni og umsjón kostana í hlaðvörpum.
Ef þú hefur áhuga á að hámarka árangur, tökum samtal.
Hvað þarf Spartakus aðgengi að, svo hlaðvarpið mitt geti fengið greiningar?
Spartakus þarf aðeins les-aðgang (e. reader) á Spotify og aðgengi að dreifiveitu (Buzzsprout, Anchor, etc.). Uppsetningin tekur örfáar mínútur.
Hvað græða kostendur hlaðvarpa á að nota Spartakus?
Hámarka virði hverrar krónu sem þeir eyða í hlaðvarpsauglýsingar. Geta samið við hlaðvörp út frá skýrum forsendum í upphafi. T.d. tilætlaðs sekúndufjölda per þátt sem varið er í að auglýsa vörumerkið þeirra. Þeir sleppa einnig við að veita hlaðvörpum aðhald sem getur verið íþyngjandi – Spartakus gerir það með sjálfvirkum skeytasendingum.
Betri yfirsýn, hingað til hefur verið erfitt að sannreyna hlustunartölur. Með því að nýta sér Spartakus er verið að tryggja vottun þriðja aðila á gögnunum.
Hvað græða hlaðvörp á því að deila gögnunum sínum?
Hlaðvörp hafa óljósa hugmynd um eigin hlustun sem er metin á ólíkan hátt samkvæmt þeirri dreifiveitu sem þau styðjast við. Með því að staðla nálgunina geta þau miðlað gögnum til samstarfsaðila með betri vissu og það sem meira máli skiptir;
Hlustunin er í flestum tilfellum meiri en þau gera ráð fyrir.
Þar að auki þá eru skýrslurnar flottar og faglega uppsettar, tilbúnar til þess að senda á kostendur.
Hver fær að sjá gögnin sem Spartakus hefur aðgang að?
Miðlunarsamningur er gerður í upphafi samstarfs. Einungis hlaðvarpið fær að sjá skýrslurnar og kostendur þáttanna, með leyfi þáttarstjórnenda.
Þar að auki kveður miðlunarsamningurinn skýrt á um miðlunarheimildir í hverju tilfelli fyrir sig og brot á honum varðar íslensk lög (samkvæmt 43/2000 um lagaskil, og miðast réttaráhrif brotsins við meginreglur samningaréttarins og önnur almenn lög, en aðgerðir eru þær að krefjast efndir, bóta eða riftunar, allt eftir eðli brotsins, samkvæmt Íslenskum lögum.).
Hvernig tryggir Spartakus að gögnin séu rétt og áreiðanleg?
Spartakus ábyrgist ekki að gögnin séu 100% nákvæm. Spartakus tryggir hins vegar að nálgunin sé eins í öllum tilfellum og því samanburðarhæf milli hlaðvarpa. Þannig eru gögnin einnig vottuð af óháðum þriðja aðila.
Viltu heyra meira? Hafðu samband.
spartakus@spartakus.is
