Fyrir hlaðvörp

Allt annað líf fyrir hlaðvörp með Spartakus

"Skýrslurnar frá Spartakus eru geðveikar. Við fáum skýrslu mánaðarlega sem sýnir allar helstu tölur sem kostendur vilja sjá. Einnig hjálpa þær mikið við að sækja nýja kostendur, því skýrslurnar eru ítarlegar og líta ekkert smá vel út."

Birkir Karl – Chess After Dark

"Brilljant lausn. Auðlesnar skýrslur sem gefa góða yfirsýn yfir auglýsingarnar sem við erum að borga fyrir. Þægilegt að öll gögn séu vottuð af þriðja aðila."

Hilmar Geirsson – CCEP

Sjáðu skýrsluna

Þessi skýrsla er send í byrjun hvers mánaðar og sýnir árangur mánaðarins sem var að líða. Í lok árs kemur ársskýrsla sem sýnir breytingu yfir árið og hvernig hlaðvarpið hefur þróast.

45%

Við höfum séð allt að 45% misræmi frá hlustunartölum dreifiveita og raungagna

Hvers vegna?

Hvers vegna ættu hlaðvörp að nota Spartakus?

Tölfræði hlaðvarpa er frumskógur vegna þess hvernig tæknileg uppbygging greinarinnar er. Afleiðingin er sú að nánast öll hlaðvörp á Íslandi glíma við sömu vandamál:

  • enginn notar sömu staðla
  • enginn veit nákvæmlega hver hlustunin er eða hversu margir hlusta
  • kostendur fá mismunandi gögn og treysta þeim ekki
  • skortur er á gegnsæi

Spartakus leysir þetta

Allir nota sömu staðla og gögnin eru vottuð af óháðum þriðja aðila. Við þróun Spartakus var rætt við markaðsstjóra stærstu fyrirtækja landsins og niðurstaðan var skýr:

  •  gögn frá hlaðvörpum voru talin óskiljanleg og óáreiðanleg
  • fyrirtæki voru farin, eða að fara, að draga úr auglýsingakaupum í hlaðvörpum vegna skorts á yfirsýn
  • eftir að sjá skýrslur Spartakus var einróma niðurstaða að þau treystu þeim og að þetta væri nákvæmlega það sem vantaði

Það kostar lítið sem ekkert að nota Spartakus, eftir því hvaða pakka hlaðvarpið tilheyrir. Ekki giska á stöðu hlaðvarpsins, notaðu Spartakus og vertu viss.

Staðreynd: Í langflestum tilvikum kemur í ljós að hlaðvörp eru með meiri hlustun en þau halda þegar fyrstu greiningar fara fram.

Hvað þarf Spartakus aðgengi að, svo hlaðvarpið mitt geti fengið greiningar?

Spartakus þarf aðeins les-aðgang (e. reader) á Spotify og aðgengi að dreifiveitu (Buzzsprout, Anchor, etc.). Uppsetningin tekur örfáar mínútur.

Getur Spartakus eytt þáttum af rásinni minni ef ég gef þeim aðgang?

Nei, við þurfum aðeins les-aðgang. Sumar dreifiveitur bjóða ekki upp á þann möguleika. Í þeim tilfellum þarf að veita Editor aðgang sem hefur þá eiginleika en við skrifum undir samning þar sem skýrt kemur fram að við opnum aðeins tölfræði síðuna, einu sinni í mánuði.

Hvað græða hlaðvörp á því að deila gögnunum sínum?

Hlaðvörp hafa óljósa hugmynd um eigin hlustun sem er metin á ólíkan hátt samkvæmt þeirri dreifiveitu sem þau styðjast við. Með því að staðla nálgunina geta þau miðlað gögnum til samstarfsaðila með betri vissu og það sem meira máli skiptir;

Hlustunin er í flestum tilfellum meiri en þau gera ráð fyrir.

Þar að auki þá eru skýrslurnar flottar og faglega uppsettar, tilbúnar til þess að senda á kostendur.

Hver fær að sjá gögnin sem Spartakus hefur aðgang að?

Miðlunarsamningur er gerður í upphafi samstarfs. Einungis hlaðvarpið fær að sjá skýrslurnar og kostendur þáttanna, með leyfi þáttarstjórnenda.

Þar að auki kveður miðlunarsamningurinn skýrt á um miðlunarheimildir í hverju tilfelli fyrir sig og brot á honum varðar íslensk lög (samkvæmt 43/2000 um lagaskil, og miðast réttaráhrif brotsins við meginreglur samningaréttarins og önnur almenn lög, en aðgerðir eru þær að krefjast efndir, bóta eða riftunar, allt eftir eðli brotsins, samkvæmt Íslenskum lögum.).

Hvernig tryggir Spartakus að gögnin séu rétt og áreiðanleg?

Spartakus ábyrgist ekki að gögnin séu 100% nákvæm. Spartakus tryggir hins vegar að nálgunin sé eins í öllum tilfellum og því samanburðarhæf milli hlaðvarpa. Þannig eru gögnin einnig vottuð af óháðum þriðja aðila.

Viltu heyra meira? Hafðu samband.

spartakus@spartakus.is

Copyright © 2025 Divi. All Rights Reserved.